FRÉTTIR
-
Slys þjálfara í fimleikahringjum líkamsræktarstöðvar
06.06.2024
Umbjóðandi TORT varð fyrir líkamstjóni við vinnu sína sem þjálfari þegar hann datt úr fimleikahringjum þar sem annar strappi hringjanna slitnaði.
Sjóvá hafnaði bótaskyldu úr ábyrgðartryggingu vinnuveitandans, og höfðaði TORT því mál fyrir hönd tjónþola til viðurkenningar á bótaskyldu.
Héraðsdómur Reykjavíkur taldi að tjónþola hefði tekist að sýna fram á að slys hans hafi verið að rekja til saknæmrar vanrækslu vinnuveitanda á að tryggja öryggi notenda þess búnaðar sem um ræddi.
Niðurstaðan var því sú að slysið væri bótaskylt að fullu úr ábyrgðartryggingu vinnuveitandans.
-
Vinnuslys í laxeldisstöð
29.05.2024
Umbjóðandi TORT varð fyrir alvarlegu vinnuslysi í starfi sínu í laxeldisstöð þegar hann datt niður úr stiga en stiginn hafði verið fjarlægður af samstarfsmanni og komið fyrir aftur á ófullnægjandi hátt á meðan umbjóðandi okkar vann á millilofti.
Tjónþoli höfðaði mál til viðurkenningar á bótaskyldu fyrir héraðsdómi Vesturlands. Vinnuveitandinn byggði á því að slysið yrði eingöngu rakið til óhappatilviks eða eigin sakar tjónþola.
Niðurstaða héraðsdóms var því sú að slysið væri bótaskylt og að vinnuveitandi tjónþola bæri fulla bótaábyrgð á því.
-
Sliskja eftirvagns féll saman.
24.04.2024
Umbjóðandi TORT varð fyrir líkamstjóni við vinnu sína þegar verið var að reisa sliskjur með stjórnborði sem staðsett var aftan við vinstra afturhjól eftirvagns. Sjóvá sem bótaábyrgð bar á slysinu skerti bótarétt tjónþola um 1/3 hluta þar sem félagið taldi hann hafa valdið slysinu með stórkostlegu gáleysi.
Tjónþoli kærði niðurstöðu félagsins til ÚNV og taldi nefndin að við mat á því hvort tjónþoli hafi orðið meðvaldur af tjóninu með stórkostlegu gáleysi yrði við sakarmatið að líta til allra aðstæðna. Var það mat nefndarinnar að um var að ræða óhappatilvik sem enginn gat séð fyrir.
-
Ómerkt glerhurð.
15.04.2024
Bótaréttur umbjóðanda TORT var skertur um 1/4 af tryggingafélagi vegna þess að félagið taldi tjónþola hafa sýnt af sér stórkostlegt gáleysi þegar hann gekk á glerhurð sem var ómerkt á vinnustað sínum. Tjónþolinn kærði niðurstöðu tryggingafélagsins til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum. Var niðurstaða nefndarinnar sú að tjónþoli ætti óskertan rétt til bóta.
-
Guðbjörg í viðtali á RÚV í þættinum Þetta helst
22. mars 2024.
Frábært viðtal við Guðbjörgu lögmann hér hjá TORT í þættinum Þetta helst á RÚV þar sem hún veitir góð ráð og leiðir hlustendur á mannamáli í gegnum frumskóg slysatrygginga.
-
Sjóvá tókst ekki að sýna fram á stórkostlegt gáleysi tjónþola.
29. febrúar 2024
Sjóvá sem bótaábyrgð bar á slysinu skerti bótarétt tjónþola um 1/3 hluta þar sem félagið taldi hann hafa sýnt af sér stórkostlegt gáleysi umrætt sinn. Byggði félagið á því að tjónþoli hefði verið að „fíflast“ fyrir framan bifreið ökumanns samkvæmt framburði ökumanns og vinar hans sem var farþegi í bifreiðinni.
-
Á ég rétt á bótum?
15. desember 2023
Ef þú hefur orðið fyrir slysi og býrð við einhverjar afleiðingar, hvort sem þær voru tímabundnar eða varanlegar, eru umtalsverð líkindi fyrir því að þú eigir rétt á bótum.
-
Bótaskylda Sjóvá viðurkennd vegna áreksturs hjólareiðamanns og bifreiðar.
14. apríl 2023
Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í dag var viðurkennd bótaskylda tryggingafélags úr ökutækjatryggingu bifreiðar vegna áreksturs hjólreiðamanns og bifreiðarinnar. Í málinu var aðallega deilt um það hvort tjón hjólreiðamannsins hefði hlotist af notkun ökutækis, um orsakatengsl og nokkur álitaefni sem varða sönnun.
-
Nýr starfsmaður hjá Tort
20. mars 2023
Við hjá Tort erum ánægð að tilkynna að Selma Rut Gunnarsdóttir hefur gengið til liðs við okkur. Selma starfar sem aðstoðarmaður lögmanna. Hún hefur áður starfað sem sölumaður hjá Nordic Games og við almenn þjónustustörf hjá Garra ehf. og nú síðast sem þjónustufulltrúi hjá OJK-Ísam ehf.
-
Viðurkennd bótaskylda vegna vinnuslyss sökum vanbúnaðar á gólflista.
6. mars 2023
Tjónþoli slasaðist í starfi á gistiheimili þegar hann rak tá í állista með þeim afleiðingum að hann féll niður stiga og slasaðist. Í málinu lá fyrir að slysið var ekki rannsakað af Vinnueftirlitinu þar sem það var ekki tilkynnt um það þegar það átti sér stað.
-
Ófullnægjandi vinnuaðstæður valda slysi
1. febrúar 2023
Umbjóðandi Tort varð fyrir slysi þegar hann var að fræsa fyrir rafmagnslögn í léttsteyptan millivegg í nýbyggingu. Lenti fræsarinn á járnteini í veggnum, sem ekki var vitað um, og við það hrökk hann af veggnum og í handlegg mannsins.
-
Nýir starfsmenn hjá Tort
2. janúar 2023
Við hjá Tort erum ánægð að tilkynna að tveir nýir starfsmenn hafa gengið til liðs við okkur, Arna Eir Gunnarsdóttir og Guðný Ingibjörg Jónsdóttir. Arna starfar sem lögfræðingur hjá okkur. Hún útskrifaðist með meistaragráðu í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands í vor.
-
Naglabyssa veldur slysi á vinnustað
6 desember 2022
Þann 2. nóvember 2022 féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli sem Stefán Geir Þórisson lögmaður hjá Tort flutti fyrir skjólstæðing lögmannsstofunnar gegn Sjóvá-Almennum tryggingum hf. til greiðslu bóta úr ábyrgðartryggingu vinnuveitanda.
-
Eldfjallatilraun leiddi til bótaskyldu
30. nóvember 2022
Þann 16. nóvember sl. féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli sem Ingibjörg Pálmadóttir lögmaður hjá Tort flutti fyrir skjólstæðing lögmannsstofunnar gegn Vátryggingarfélagi Íslands til viðurkenningar á bótaskyldu úr ábyrgðartryggingu Reykjavíkurborgar. Málavextir voru þeir að skjólstæðingur Tort varð fyrir brunaslysi þegar hún var 14 ára gömul.
-
Orsakatengsl þóttu sönnuð milli líkamstjóns og umferðarslyss
8. desember 2021
Þann 15. október sl. féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli sem Ingibjörg Pálmadóttir lögmaður hjá Tort flutti fyrir skjólstæðing lögmannsstofunnar gegn Vátryggingafélagi Íslands hf. vegna afleiðinga umferðarslyss.