Ófullnægjandi vinnuaðstæður valda slysi
Umbjóðandi Tort varð fyrir slysi þegar hann var að fræsa fyrir rafmagnslögn í léttsteyptan millivegg í nýbyggingu. Lenti fræsarinn á járnteini í veggnum, sem ekki var vitað um, og við það hrökk hann af veggnum og í handlegg mannsins. Hlaut starfsmaðurinn við það mikla áverka á handlegginn. Lögmenn Tort töldu einsýnt að atvik slyssins mættu rekja til óforsvaranlegra aðstæðna á vinnustað sem hefðu í för með sér bótaskyldu vinuveitanda. Tryggingafélag vinnuveitanda hafnaði því og taldi að slysið mætti einungis rekja til óhappatilviljunar eða eigin sakar starfsmannsins.
Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 30. janúar 2023 var fallist á með með hinum slasaða að vinnuveitandi hans bæri ábyrgð á slysinu með því að hafa ekki gert fullnægjandi áhættumat fyrir það verk sem slasaði vann, auk þess að hafa ekki séð til þess að hann hefði fullnægjandi aðstæður til að vinna verkið. Skyldi starfsmaðurinn fá tjón sitt bætt að 2/3. Helgi Birgisson lögmaður hjá Tort flutti málið.
Unnt er að lesa dóminn í heild sinni á heimasíðu héraðsdóms hér.
Vísir fjallaði um niðurstöðu dómsins hér.