Nýir starfsmenn hjá Tort
Við hjá Tort erum ánægð að tilkynna ykkur að tveir nýir starfsmenn hafa gengið til liðs við okkur, Arna Eir Gunnarsdóttir og Guðný Ingibjörg Jónsdóttir.
Arna starfar sem lögfræðingur hjá okkur. Hún útskrifaðist með meistaragráðu í lögfræði frá lagadeild Háskólans Íslands í vor. Hún hafði áður starfað sem laganemi hjá okkur.
Guðný starfar sem móttökuritari/aðstoðarmaður lögmanna. Hún hefur áður starfað sem ritari og gjaldkeri hjá Okkar líftryggingar – Vörður, ritari í lögfræðideild hjá Lögreglustjóranum í Reykjavík ásamt því að vera eigandi verslunarinnar Home&You.
Við hjá Tort bjóðum þær hjartanlega velkomnar til starfa.