Ferli slysamála tekur u.þ.b. tvö ár en er aðstæðubundið á milli mála.
Það er ekki hægt að meta afleiðingar slysa fyrr en í fyrsta lagi ári eftir slys.
Ferlið er yfirleitt í eftirfarandi skrefum:
-
1. Tilkynning um slysið
Fólk sem að lendir í slysi tilkynnir líkamstjónið til þess tryggingafélags sem í hlut á. Við hjá Tort aðstoðum tjónþola við að tilkynna líkamstjónið ef að það hefur ekki verið gert.
-
2. Fyrsta gagnaöflun
Við hjá Tort óskum eftir vottorði/samskiptaseðli frá þeirri heilbrigðisstofnun sem tjónþolar leita fyrst til í kjölfar slyssins.
-
3. Afstaða tryggingafélags
Eftir að fyrstu gögn hafa borist sendum við hjá Tort þau gögn á viðeigandi tryggingafélag. Tryggingafélagið tekur í kjölfarið afstöðu til bótaskyldu í málinu.
-
4. Bótaskylda
Þegar tryggingafélag hefur samþykkt bótaskyldu er fyrst hægt að óska eftir endurgreiðslu á útlögðum kostnaði vegna slyssins, t.d. vegna læknisheimsókna, sjúkraþjálfunar og lyfsseðilsskyldra lyfja.
-
5. Stöðugleikapunktur
Þegar tryggingafélag hefur samþykkt bótaskyldu fer gagnaöflun mála á bið þar til ákveðnum stöðugleikapunkti er náð. Oftast er miðað við að hefja gagnaöflun u.þ.b. 10 mánuðum frá slysdegi.
-
6. Gagnaöflun lokagagna
Þegar stöðugleikapunkti er náð og ljóst er hvort tjónþoli búi við varanlegar afleiðingar vegna líkamstjónsins, hefst frekari gagnaöflun. Þá er óskað eftir lokagögnum frá meðferðaraðilum sem tjónþoli hefur leitað til vegna slyssins.
-
7. Matsferli
Þegar lokagögn hafa borist vegna líkamstjónsins er útbúin gagnabanki fyrir matsmenn sem sjá um að meta varanlegar afleiðingar slyssins. Þannig er vinnan fyrir matsmenn undirbúin fyrir matsfundinn. Matsferlið í heild sinni tekur u.þ.b. 6 mánuði.
-
8. Uppgjör
Við hjá Tort sjáum um að senda bótakröfu á grundvelli matsins. Oftast nær kemst á samkomulag um bótagreiðslu á milli viðkomandi tryggingafélags og Tort en ef ekki sjá lögmenn Tort um málshöfðun.