Naglabyssa veldur slysi á vinnustað
Þann 2. nóvember 2022 féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli sem Stefán Geir Þórisson lögmaður hjá Tort flutti fyrir skjólstæðing lögmannsstofunnar gegn Sjóvá-Almennum tryggingum hf. til greiðslu bóta úr ábyrgðartryggingu vinnuveitanda.
Málavextir voru þeir að skjólstæðingur Tort varð fyrir slysi þegar að hann var að vinna með naglabyssu á vinnustað. Nánar tiltekið var hann að sýna samstarfsmanni sínum hvernig byssan stæði á sér en á meðan vélin var í höndum skjólstæðings Tort skýtur vélin slaghamri vélarinnar beint í fingur hans.
Með dómi héraðsdóms var fallist á þau rök sem lögmannsstofan hafði teflt fram í málinu. Talið var að vinnuveitandi skjólstæðings Tort hafi ekki framfylgt þeim skyldum sem hvíla á honum samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980 og reglugerðum sem eru settar með heimild í þeim, svo sem reglugerð nr. 367/2006 um notkun tækja, einkum 8. gr. um þjálfun starfsmanna. Hann beri því sakarábyrgð á tjóni skjólstæðings Tort. Var því fallist á kröfur skjólstæðings Tort í málinu um greiðslu bóta úr ábyrgðartryggingu vinnuveitanda.