PERSÓNUVERNDARSTEFNA TORT EHF.


1. Inngangur

Góð heilsa er dýrmæt og því er það mikið áfall að slasast. Slys getur leitt til mikilla breytinga í lífi fólks, líkamlegra sem og andlegra. Eftir slys getur tjónþoli orðið fyrir tímabundinni og varanlegri tekjuskerðingu, jafnvel til frambúðar. Ef að einstaklingur hefur lent í slysi skipir miklu máli að hagsmuna hans sé gætt af sérfræðingum á sviði skaðabótaréttar sem sjá til þess að viðkomandi fáir allt tjónið bætt. Við hjá Tort sérhæfum okkur í innheimtu slysabóta og tökum meðal annars að okkur hagsmunagæslu vegna umferðar-, vinnu- og frítímaslys. Við ábyrgjum persónulega og fagmannlega þjónustu gagnvart öllum okkar viðskiptavinum og hjálpum þeim að leita réttar síns.

2. Upplýsingar um ábyrgðaraðila

Ábyrgðaraðili erum við sjálf, TORT ehf., Ármúla 13, 108 Reykjavík, en ábyrgðaraðilinn ákveður tilgang og aðferðir við vinnslu persónuupplýsinga sem viðskiptavinir eða þeir sem heimsækja vefsíðu fyrirtækisins veita fyrirtækinu.

Hægt er að hafa samband við ábyrgðaraðila okkar á eftirfarandi netfangi tort@tort.is

3. Tegundir persónuupplýsinga sem unnið er með og til hvers

Við varðveitum og vinnum einungis með þær upplýsingar sem eru nauðsynlegar til að þjónusta einstaklinga.

Tegundir þeirra persónuupplýsingar sem við bæði söfnum og vinnum með fer eftir því hvernig einstaklingur notar þjónustu okkar.

Vafrakökur

Við notum vafrakökur á vefsvæðinu til þess að tryggja bestu mögulegu upplifun notenda. Vafrakökur eru notaðar í margvíslegum tilgangi, þar á meðal til þess að bæta virkni vefsvæða, til greiningar og til að beina auglýsingum til markhópa.

Hvað er vafrakaka? Vafrakaka er lítil skrá, gjarnan samsett af bókstöfum og tölustöfum, sem hleðst inn á tölvur þegar notendur fara inn á viss vefsvæði. Vafrakökur gera vefsvæðum kleift að þekkja tölvur notenda. Nánari upplýsingar um vafrakökur er að finna á www.allaboutcookies.org.

Hverjar eru mismunandi gerðir vafrakaka? Setukökur gera vefsvæðum kleift að tengjast aðgerðum notanda meðan á vafrasetu stendur. Þær eru notaðar í margvíslegum tilgangi eins og til dæmis að muna hvað notandi hefur sett í innkaupakörfu meðan hann er inni á vefsvæði. Setukökur má einnig nota í öryggisskyni. Setukökur eyðast þegar notandi fer af vefsvæði og eru því ekki vistaðar til lengri tíma. Viðvarandi vafrakökur vistast á tölvu notanda og muna val eða aðgerðir notanda á vefsvæði.

Fyrsta og þriðja aðila vafrakökur. Það ræðst af léni vefsvæðis sem gerir vafrakökuna hvort hún teljist fyrsta eða þriðja aðila vafrakaka. Fyrsta aðila vafrakökur eru í grundvallaratriðum vafrakökur sem verða til á því vefsvæði sem notandi heimsækir. Þriðja aðila vafrakökur eru þær sem verða til á öðru léni en notandi heimsækir. Þeir sem óttast vafrakökur og vilja aftengja þær geta gert það í vafrastillingum. Tekið skal fram að vefsvæðið okkar ábyrgist ekki nákvæmni eða öryggi efnisinnihalds á þriðja aðila vefsvæðum.

Nauðsynlegar persónuupplýsingar

Við vinnum og varðveitum upplýsingar í þeim tilgangi að uppfylla markmið okkar með vinnslunni. Þegar einstaklingur sendir fyrirspurn á heimasíðu okkar óskum við einungis eftir lágmarksupplýsingum til að mæta þörfum í tengslum við þjónustu okkar.Þær nauðsynlegu upplýsingar sem við fáum eru tengiliðaupplýsingar og aðrar upplýsingar í tengslum við þjónustu okkar.

Tengiliðaupplýsingar

Fullt nafn, netfang og símanúmer eru upplýsingar sem við notum til að veita þjónustu okkar. Netfang og símanúmer er notað fyrir samskipti okkar við einstaklinga þegar send er fyrirspurn.

Aðrar upplýsingar í tengslum við þjónustu okkar

Upplýsingar um hvers konar slys sem einstaklingur lendir í og lágmarksupplýsingar um slysið, t.d. hvenær slysið gerðist, hvar það gerðist, hvernig atvikum var háttað eftir slysið o.s.frv. Tilgangur með vinnslu okkar á persónuupplýsingum er að gera þjónustu okkar betri og tryggja gæði í okkar þjónustu.

Viðkvæmar persónuupplýsingar

Í lögum um persónuvernd eru sumar persónuupplýsingar túlkaðar sem viðkvæmar persónuupplýsingar. Þær viðkvæmu persónuupplýsingar sem við söfnum eru heilsufarsupplýsingar. Gengur þjónustan út á það að aðstoða viðskiptavini okkar við innheimtu bóta vegna ýmissa slysa. Heilsufarsupplýsingar eru því mikilvægar upplýsingar í því ferli. Þessum upplýsingum er ekki safnað án samþykkis þíns.

4. Hvernig heimild fyrir vinnslu persónuupplýsinga er aflað

Þegar vefsíða okkar er heimsótt kemur tilkynning um notkun fótspora („cookies“). Tilkynningin hljómar eftirfarandi: „Þessi vefsíða notar vafrakökur í þeim tilgangi að bæta vefsíðuna og tryggja sem besta upplifun af síðunni fyrir notendur“ Með því að ýta á samþykkt samþykkir viðkomandi skilmála okkar um fótspor.

Þegar send er á okkur fyrirspurn er um nauðsynlegar upplýsingar að ræða sem ekki krefst samþykkis frá viðkomandi. Tilgangur þeirrar vinnslu er að þjónusta viðkomandi. Þessar upplýsingar eru ekki unnar frekar í öðrum og ósamrýmanlegum tilgangi.

Ef að einstaklingur hyggst að láta okkur sjá um mál fáum við samþykki með undirritun umboðs. Umboðið kveður þá um hvaða heimild við höfum til öflun frekari persónuupplýsinga um viðkomandi bæði nauðsynlegar og viðkvæmar. Áður en undirritun umboðs fer fram er vikomandi tilkynnt hvaða upplýsingar við vinnum með og hver tilgangur þeirrar vinnslu er. Þar með fáum við samþykki áður en við hefjum okkar vinnu með þær upplýsingar.

Hvenær sem er er hægt að afturkallað samþykki með því að hafa samband við okkur.

5. Miðlun og viðtakendur persónuupplýsinga

Viðtakendur persónuupplýsinga eru m.a. tryggingafélög, matsmenn, Sjúkratryggingar Íslands, Ríkislögmaður, Borgarlögmaður og Embætti Landlæknis. Þá geta komið upp tilfelli þar sem viðtakendur eru aðrir en hér hafa verið upptaldir en er það þá gert til að sinna þeirri þjónustu sem að einstaklingur hefur falið okkur sinna.

6. Varðveislutími gagna

Við geymum persónuupplýsingarnar einstaklinga í þann tíma sem nauðsynlegur er til að uppfylla markmið okkar með tilgangi vinnslunnar. Einstaklingur á rétt á því að biðja um að gögnum og upplýsingum um hann verði eytt. Þessi réttur takmarkast þó af því að við getum ekki sinnt þjónustu okkar án gagnanna og auk þess gæti okkur verið skylt samkvæmt lögum að geyma upplýsingarnar.

Þegar persónuupplýsingar eru ekki lengur nauðsynlegar eyðum við þeim.

7. Öryggi

Okkur er mikið í mun að vernda upplýsingar einstaklinga og tryggja öryggi þeirra. Gagnagrunnurinn er hýstur hjá Microsoft í Dublin Írlandi. Þá eru öll vefsvæði og vefþjónustur þ.e. samskipti á milli gagnagrunns og vefs, auk vefanna sjálfra dulkóðuð með notkun SSL (Secure Socket Layer). SSL skírteinið tryggir að öll samskipti yfir netið fara fram dulkóðuð yfir netið.

8. Réttindi samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni

Einstaklingur hefur rétt á að óska eftir að fá gögn um sig afhent hvenær sem er. Aðgangur að gögnum getur þó verið takmarkaður vegna persónuverndar annarra einstaklinga. Einstaklingur á ávallt rétt á því að fá rangar, villandi eða ófullkomnar persónuupplýsingar um sig leiðréttar sem og að takmarka og andmæla vinnslu persónuupplýsinga. Auk þess hefur viðkomandi rétt til að flytja upplýsingarnar og/eða láta eyða þeim.

9. Persónuverndarfulltrúi

Tort hefur skipað Ingibjörgu Pálmadóttur hdl. sem persónuverndarfulltrúa. Öllum fyrirspurnum og ábendingum skal beint á netfangið personuvernd@tort.is