ALGENGAR SPURNINGAR

  • Við ráðleggjum fólki að ráðfæra sig hið fyrsta við lögmann í kjölfar slyss. Bætur er hins vegar hægt að sækja í nokkur ár eftir slys.

    Þegar um er að ræða vinnuslys eða frítímaslys þá er almenna reglan sú að bótaréttur fyrnist á fjórum árum. Í umferðarslysum fyrnist bótaréttur á 10 árum.

    Það er hins vegar aðrir frestir sem koma til skoðunar eins og t.d. tilkynningafrestur og matsfrestur.

    Tilkynningafrestur → Einstaklingar sem lenda í slysi þurfa í sumum tilvikum að tilkynna líkamstjónið innan árs frá því að þeim mátti vera tjónið ljóst til tryggingafélags.

    Matsfrestur → Þegar um er að ræða frítímaslys og vinnuslys þá þarf endanlegt örorkumat almennt að liggja fyrir innan þriggja ára frá því slys verður og er því svokallaður matsfrestur á þeim málum.

  • Í flestum tilfellum þarf tjónþoli ekki að leggja út neinn kostnað, hvorki vegna öflunar gagna né vegna lögmannsaðstoðar.

    Ef til innheimtu bóta kemur, þá er þóknun Tort dregin af bótunum í lok máls. Í mörgum tilfellum greiðist þóknun lögmanns að mestu leyti af tryggingafélaginu, t.d. í umferðarslysum.

    Ef ekki fást greiddar bætur þá í flestum tilfellum ber tjónþoli engan kostnað af.

    Það kostar ekkert að hafa samband og við bjóðum upp á frítt viðtal.

  • Á fyrsta fundi er nauðsynlegt að upplýsa hvar og hvenær slysið átti sér stað og hvenær leitað var til læknis í kjölfar slyss.

  • Í flestum tilfellum á tjónþoli rétt á að fá útlagðan kostnað endurgreiddan. Sá kostnaður greiðist eftir frumritum ýmist af viðkomandi tryggingafélagi eða Sjúkratryggingum Íslands, þegar bótaskylda hefur verið samþykkt.

    Ef um frítímaslys er að ræða er yfirleitt hámark á endurgreiðslu á útlögðum kostnaði samkvæmt vátryggingaskírteini.

    Útlagður kostnaður vegna lyfja og meðferðar greiðist venjulega fram að því að mál fer í örorkumat.

  • Útreikningur bóta þegar um skaðabótaskylt tjón er að ræða fer eftir ákvæðum skaðabótalaga. Þá er horft til ýmissa þátta, s.s. aldurs, launa síðustu ára fyrir slys og niðurstöðu matsgerðar.

    Útreikningur bóta þegar um vinnuslys eða frítímaslys er að ræða fer aftur á móti eftir þeirri tryggingu sem til staðar er á tjónsdegi.

    Ekki er hægt að fullyrða hversu háar bætur verða fyrr en mat á afleiðingum slyss liggur fyrir.

  • Örorkumat er mat á afleiðingum slyss á milli þín og þess tryggingafélags sem á í hlut. Það mat á ekkert skylt við mat á örorku hjá Tryggingastofnun.

  • Rekstur slysamála tekur mislangan tíma. Öflun nauðsynlegra gagna er umfangsmikil og tímafrek og erfitt að segja til um hversu langan tíma það tekur að innheimta slysabætur. Í fyrsta lagi er hægt að meta varanlegar afleiðingar slyss þegar ár er liðið frá slysi, en það fer þó eftir atvikum hverju sinni.