Sjóvá tókst ekki að sýna fram á stórkostlegt gáleysi tjónþola.
Umbjóðandi TORT varð fyrir líkamstjóni í umferðarslysi. Tildrög slyssins voru þau að bílstjóri ökutækisins ók á tjónþola þegar hann var á bílastæði við verslunarmiðstöð. Hafnaði hann á vélarhlífinni og barst með bifreiðinni stutta vegalend og hafnaði síðan í runna við hliðina á bílastæðinu.
Sjóvá sem bótaábyrgð bar á slysinu skerti bótarétt tjónþola um 1/3 hluta þar sem félagið taldi hann hafa sýnt af sér stórkostlegt gáleysi umrætt sinn. Byggði félagið á því að tjónþoli hefði verið að „fíflast“ fyrir framan bifreið ökumanns samkvæmt framburði ökumanns og vinar hans sem var farþegi í bifreiðinni. Vert er að taka það fram að ökumaður bifreiðarinnar flúði vettvangi áður en lögregla kom á staðinn og skildi tjónþola eftir slasaðan.
Tjónþoli kærði afstöðu félagsins til Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum. Var það mat nefndarinnar að jafnvel þótt það yrði lagt til grundvallar að tjónþoli hafi umrætt sinn verið að fíflast fyrir framan bifreiðina á bifreiðastæði í aðdraganda þess að ekið var á hann og hafi með því sýnt af sér gáleysi, yrði ekki talið að tjónþoli hafi sýnt fram á að það gáleysi teljist svo stórkostlegt að það ætti að leiða til skerðingar á bótarétti hans skv. 4. mgr. 4. gr. laga nr. 30/2019 um ökutækjatryggingar. Var niðurstaða nefndarinnar því sú að tjónþoli ætti óskertan rétt til bóta úr ábyrgðartryggingu bifreiðarinnar hjá félaginu.