Um Tort
Tort er ein af fyrstu lögmannsstofunum á Íslandi til að sérhæfa sig í innheimtu slysabóta. Lögmannsstofan er rekin af lögmönnum með langa og víðtæka reynslu af innheimtu slysabóta. Fyrirtækið hefur frá stofnun þess árið 2007 annast hagsmunagæslu fyrir fjölda fólks vegna afleiðinga slysa, t.d. umferðar-, vinnu- og frítímaslysa.
Ef að einstaklingur hefur lent í slysi skiptir miklu máli að hagsmunum viðkomandi sé gætt af sérfræðingum á sviði skaðabótaréttar sem sjá til þess að allt tjón sé bætt. Okkar markmið hjá Tort er fyrst og fremst að gæta þess að tjónþolar fái fullar bætur vegna tjóns síns.
Góð heilsa er dýrmæt og því er það mikið áfall að slasast. Slys geta leitt til mikilla breytinga í lífi fólks, líkamlegra sem og andlegra. Eftir slys getur tjónþoli orðið fyrir tímabundinni eða varanlegri tekjuskerðingu, jafnvel til frambúðar. Við hjá Tort einföldum þér ferlið og útskýrum bótarétt þinn á mannamáli.
Það kostar ekkert að kanna rétt þinn. Bókaðu frítt viðtal hjá okkur hér í gegnum heimasíðu okkar eða í síma 511-5008.