Nóg að tryggingafélagi berist vitneskja um slys

Fyrir skömmu féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í slysamáli sem Helgi Birgisson lögmaður hjá TORT rak fyrir skjólstæðing lögmannsstofunnar á hendur tryggingafélagi. Aðila greindi á um hvort slasaða hefði glatað rétti til bóta úr slysatryggingu launþega, sem vinnuveitandi hennar var með hjá tryggingafélaginu, þar sem tilkynning hefði ekki borist innan árs frests samkvæmt lögum um vátryggingarsamninga. Tveimur vikum eftir slysið hafði slasaða fyllt út eyðublað þar sem tilkynnt var um slysið og afleiðingar þess, en tryggingafélagið taldi tilkynninguna eingöngu varða kröfu vegna fjölskyldutryggingar sem slasaða var einnig með.  Talið var að skýra bæri 1. mgr. 124. gr. laga um vátryggingarsamninga eftir orðanna hljóðan og leggja til grundvallar að tilkynning um vátryggingaratburð sem berst vátryggingafélagi innan frestsins komi í veg fyrir að bótaréttur falli niður. Þar sem slík tilkynning hafði sannarlega borist tryggingafélaginu var fallist á kröfu slösuðu um viðurkenningu á bótaskyldu úr slysatryggingunni.

Dóminn í heild má lesa á heimasíður réttarins:

https://www.heradsdomstolar.is/default.aspx?SearchAction=Search&pageid=fd8e17eb-6e70-11e5-80c3-005056bc50d4&Verdict=&Court=&CaseNumber=E-3873%2F2019&LawParagraphs=&Parties=&FromDate=&ToDate=