Við útreikning á lágmarkslaunum skal miða við aldur tjónþola á tjónsdegi

Í dag féll úrskurður úrskurðarnefndar velferðarmála í máli skjólstæðings TORT.

Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) höfðu gert upp bætur til handa skjólstæðingi TORT vegna sjúklingatryggingaratviks, þ.m.t. vegna varanlegrar örorku. Við útreikning á bótum vegna varanlegrar örorku skv. 3. mgr. 7. gr. skaðabótalaga höfðu SÍ tekið mið af aldri tjónþola á svokölluðum stöðugleikatímapunkti. Lögmannsstofan gat ekki fallist á þá afstöðu SÍ og kærði ákvörðunina til úrskurðarnefndarinnar.

Í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar kemur fram að það sé mat hennar að 7. gr. skaðabótalaga verði ekki túlkuð með öðrum hætti en samkvæmt orðanna hljóðan og með þeim hætti að 7. gr. skaðabótalaga, leidd af meginreglu 1. mgr. ákvæðisins, kveði á um að miða skuli við tjónsdag við útreikning lágmarksárslauna samkvæmt 3. mgr. 7. gr. skaðabótalaga.

Með vísan til framangreinds var fallist að öllu leyti á afstöðu lögmannsstofunnar og hin kærða ákvörðun felld úr gildi og vísað til nýrrar meðferðar SÍ.