Viðurkenndur réttur tjónþola úr ábyrgðartryggingu vinnuveitanda vegna líkamstjóns sem hann hlaut í vinnuslysi þegar hann féll niður um lúguop

Þann 18. september sl. féll dómur í Landsrétti í máli sem Stefán Geir Þórisson lögmaður einn eigenda Tort rak fyrir tjónþolann.

Málavextir eru þeir að skjólstæðingur Stefáns slasaðist alvarlega í vinnuslysi þegar hann féll niður um lúguop á togdekki skips og niður á dekk þar fyrir neðan. Ágreiningur málsins laut að því hvort vinnuveitandi bæri ábyrgð á slysinu þar sem aðstæður á vinnustað hefðu verið óforsvaranlegar og hvort A bæri meðábyrgð vegna háttsemi sinnar sem ætti að leiða til þess að bótaréttur hans ætti að skerðast eða falla niður. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að viðurkenna rétt tjónþola til bóta úr tryggingu vinnuveitanda sem næmi ¾ af fullum bótum. Vísaði Landsréttur til þess að þegar litið er til sakar A andspænis sök vinnuveitanda varðandi aðstæður um borð í skipinu ætti einungis að skerða bætur tjónþola um fjórðung í ljósi þess að vinnuveitandi hafði vanrækt skyldur sínar og öryggi var ábótavant.

Unnt er að lesa dóminn í heild sinni á heimasíðu Landsréttar:

https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=b1206fb9-c32e-45b7-a6d7-aca9fd668365