Orsakatengsl þóttu sönnuð milli líkamstjóns og umferðarslyss.

Þann 15. október sl. féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli sem Ingibjörg Pálmadóttir lögmaður hjá Tort flutti fyrir skjólstæðing lögmannsstofunnar gegn Vátryggingafélagi Íslands hf. vegna afleiðinga umferðarslyss.

Tryggingarfélagið hafði hafnað bótaskyldu í málinu á þeim grundvelli að ekki væru til staðar orsakatengsl á milli umferðarslyssins og þeirra afleiðinga sem skjólstæðingur Tort glímdi við í kjölfar þess. Því vildi skjólstæðingur Tort ekki una og höfðaði því mál á hendur tryggingarfélaginu til viðurkenningar á bótaskyldu.

Niðurstaða héraðsdóms, sem var fjölskipaður, var sú að nægilega væri fram komið í málinu að núverandi einkenni skjólstæðings Tort væru afleiðingar af umferðarslysinu og var þannig fallist á kröfur hennar í málinu og bótaskylda viðurkennd.

Hægt er að nálgast dóminn í heild sinni á heimasíðu héraðsdóms:

https://www.heradsdomstolar.is/default.aspx?pageid=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&id=fdb70161-a225-4d23-adba-9b18bbe2e936

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *