Tjónþola dæmdar bætur eftir fall um koll í matvöruverslun.

Þann 20. október sl. féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli sem Ingibjörg Pálmadóttir lögmaður hjá Tort flutti fyrir skjólstæðing lögmannsstofunnar gegn TM tryggingum hf. til greiðslu bóta úr ábyrgðartryggingu matvöruverslunar.

Málavextir voru þeir að skjólstæðingur Tort varð fyrir slysi þegar hún datt um koll sem skilinn hafði verið eftir í gangvegi í kæli í matvöruverslun og slasaðist.

Með dómi héraðsdóms var fallist á þau rök sem lögmannsstofan hafði teflt fram í málinu. Talið var að sérlega ríkar kröfur yrði að gera til eigenda og umráðarmanna matvöruverslana að tryggja að gönguleiðir í verslunum væru greiðfærar og hindrunarlausar, á slíkum aðilum hvíli skyldur til þess að gera allar þær ráðstafanir sem sanngjarnar megi teljast til að afstýra þar hættu.

Var það niðurstaða héraðsdóms í málinu að það hefði falist í því aðgæsluleysi að skilja kollinn eftir á gólfinu í þröngum gangi í versluninni og að á því aðgæsluleysi bæri verslunin fulla ábyrgð. Var því fallist á kröfur skjólstæðings Tort í málinu um greiðslu bóta úr ábyrgðartryggingu verslunarinnar. 

Með dómi héraðsdóms var tryggingarfélaginu gert að greiða skjólstæðingi Tort rúmlega 2.300.000 kr. í bætur auk þess sem félagið var dæmt til að greiða vexti, dráttarvexti og málskostnað. 

Hægt er að nálgast dóminn í heild sinni á heimasíðu héraðsdóms:

https://www.heradsdomstolar.is/default.aspx?pageid=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&id=08035811-f689-4443-a1a5-96537b9a0c37

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *