Nýir starfsmenn hjá Tort

Við hjá TORT erum ánægð að tilkynna ykkur að í sumar gengu til liðs við okkur tveir nýir starfsmenn þær Silja Stefánsdóttir og Tinna Þorradóttir.

Silja starfar sem lögfræðingur hjá okkur. Hún útskrifaðist með meistaragráðu í lögfræði frá lagadeild Háskólans í Reykjavík árið 2016. Silja starfaði áður hjá Juris lögmannsstofu frá 2016 og 2017 og sem lögfræðingur hjá Rauða krossinum frá 2017-2020.

Tinna starfar sem aðstoðarmaður lögmanna. Hún hefur áður starfað sem gjaldkeri hjá Íslandsbanka, í þjónustuverinu hjá WOW air og sem flugfreyja hjá Icelandair.

Við hjá TORT bjóðum þær hjartanlega velkomnar til starfa.