Nýr starfsmaður gengur til liðs við Tort

Við hjá TORT erum ánægð að tilkynna ykkur að Selma Rut Gunnarsdóttir hefur gengið til liðs við okkur. Selma starfar sem aðstoðarmaður lögmanna. Hún hefur áður starfað sem sölumaður hjá Nordic Games og við almenn þjónustustörf hjá Garra ehf. og nú síðast sem þjónustufulltrúi hjá OJK-Ísam ehf. Við hjá TORT bjóðum Selmu hjartanlega velkomna til …

Viðurkennd bótaskylda vegna vinnuslyss sökum vanbúnaðar á gólflista.

Tjónþoli slasaðist í starfi á gistiheimili þegar hann rak tá í állista með þeim afleiðingum að hann féll niður stiga og slasaðist. Í málinu lá fyrir að slysið var ekki rannsakað af Vinnueftirlitinu þar sem það var ekki tilkynnt um það þegar það átti sér stað. Einnig lá fyrir að umræddur állisti var fjarlægður fljótlega …

Ófullnægjandi vinnuaðstæður valda slysi

Umbjóðandi Tort varð fyrir slysi þegar hann var að fræsa fyrir rafmagnslögn í léttsteyptan millivegg í nýbyggingu. Lenti fræsarinn á járnteini í veggnum, sem ekki var vitað um, og við það hrökk hann af veggnum og í handlegg mannsins. Hlaut starfsmaðurinn við það mikla áverka á handlegginn. Lögmenn Tort töldu einsýnt að atvik slyssins mættu …

Nýir starfsmenn hjá Tort.

Við hjá TORT erum ánægð að tilkynna ykkur að tveir nýir starfsmenn hafa gengið til liðs við okkur, Arna Eir Gunnarsdóttir og Guðný Ingibjörg Jónsdóttir. Arna starfar sem lögfræðingur hjá okkur. Hún útskrifaðist með meistaragráðu í lögfræði frá lagadeild Háskólans Íslands í vor. Hún hafði áður starfað sem laganemi hjá okkur. Guðný starfar sem móttökuritari/aðstoðarmaður …

Naglabyssa veldur slysi á vinnustað

Þann 2. nóvember 2022 féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli sem Stefán Geir Þórisson lögmaður hjá Tort flutti fyrir skjólstæðing lögmannsstofunnar gegn Sjóvá-Almennum tryggingum hf. til greiðslu bóta úr ábyrgðartryggingu vinnuveitanda. Málavextir voru þeir að skjólstæðingur Tort varð fyrir slysi þegar að hann var að vinna með naglabyssu á vinnustað. Nánar tiltekið var hann …

Eldfjallatilraun leiddi til bótaskyldu.

Þann 16. nóvember sl. féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli sem Ingibjörg Pálmadóttir lögmaður hjá Tort flutti fyrir skjólstæðing lögmannsstofunnar gegn Vátryggingarfélagi Íslands til viðurkenningar á bótaskyldu úr ábyrgðartryggingu Reykjavíkurborgar. Málavextir voru þeir að skjólstæðingur Tort varð fyrir brunaslysi þegar hún var 14 ára gömul. Hún var þá nemandi í grunnskóla og slysið átti …

Orsakatengsl þóttu sönnuð milli líkamstjóns og umferðarslyss.

Þann 15. október sl. féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli sem Ingibjörg Pálmadóttir lögmaður hjá Tort flutti fyrir skjólstæðing lögmannsstofunnar gegn Vátryggingafélagi Íslands hf. vegna afleiðinga umferðarslyss. Tryggingarfélagið hafði hafnað bótaskyldu í málinu á þeim grundvelli að ekki væru til staðar orsakatengsl á milli umferðarslyssins og þeirra afleiðinga sem skjólstæðingur Tort glímdi við í …

Tjónþola dæmdar bætur eftir fall um koll í matvöruverslun.

Þann 20. október sl. féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli sem Ingibjörg Pálmadóttir lögmaður hjá Tort flutti fyrir skjólstæðing lögmannsstofunnar gegn TM tryggingum hf. til greiðslu bóta úr ábyrgðartryggingu matvöruverslunar. Málavextir voru þeir að skjólstæðingur Tort varð fyrir slysi þegar hún datt um koll sem skilinn hafði verið eftir í gangvegi í kæli í …

Dómstóll hafnar árslaunaviðmiðun sem tryggingafélag lagði til grundvallar bótauppgjöri.

Þann 12. maí sl. féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli sem Ingibjörg Pálmadóttir lögmaður hjá Tort flutti fyrir skjólstæðing lögmannsstofunnar gegn Verði tryggingum hf. vegna afleiðinga umferðarslyss. Við uppgjör bóta í málinu hafði verið deilt um hvaða árslaunaviðmið ætti að nota við útreikning bóta vegna varanlegrar örorku. Tryggingarfélagið vildi taka mið af meðaltekjum starfsstéttar …

Ótengd hurðapumpa leiddi til bótaskyldu.

Þann 9. apríl sl. féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli sem Ingibjörg Pálmadóttir lögmaður hjá Tort flutti fyrir skjólstæðing lögmannsstofunnar gegn Vátryggingafélagi Íslands til viðurkenningar á bótaskyldu úr ábyrgðartryggingu rekstraraðila veitingastaðar. Málavextir voru þeir að skjólstæðingur Tort hugðist ganga inn á veitingastað þegar vindhviða feykti upp útidyrahurð staðarins með þeim afleiðingum að skjólstæðingur Tort …