Eldfjallatilraun leiddi til bótaskyldu.

Þann 16. nóvember sl. féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli sem Ingibjörg Pálmadóttir lögmaður hjá Tort flutti fyrir skjólstæðing lögmannsstofunnar gegn Vátryggingarfélagi Íslands til viðurkenningar á bótaskyldu úr ábyrgðartryggingu Reykjavíkurborgar. Málavextir voru þeir að skjólstæðingur Tort varð fyrir brunaslysi þegar hún var 14 ára gömul. Hún var þá nemandi í grunnskóla og slysið átti …

Orsakatengsl þóttu sönnuð milli líkamstjóns og umferðarslyss.

Þann 15. október sl. féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli sem Ingibjörg Pálmadóttir lögmaður hjá Tort flutti fyrir skjólstæðing lögmannsstofunnar gegn Vátryggingafélagi Íslands hf. vegna afleiðinga umferðarslyss. Tryggingarfélagið hafði hafnað bótaskyldu í málinu á þeim grundvelli að ekki væru til staðar orsakatengsl á milli umferðarslyssins og þeirra afleiðinga sem skjólstæðingur Tort glímdi við í …

Dómstóll hafnar árslaunaviðmiðun sem tryggingafélag lagði til grundvallar bótauppgjöri.

Þann 12. maí sl. féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli sem Ingibjörg Pálmadóttir lögmaður hjá Tort flutti fyrir skjólstæðing lögmannsstofunnar gegn Verði tryggingum hf. vegna afleiðinga umferðarslyss. Við uppgjör bóta í málinu hafði verið deilt um hvaða árslaunaviðmið ætti að nota við útreikning bóta vegna varanlegrar örorku. Tryggingarfélagið vildi taka mið af meðaltekjum starfsstéttar …

Ótengd hurðapumpa leiddi til bótaskyldu.

Þann 9. apríl sl. féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli sem Ingibjörg Pálmadóttir lögmaður hjá Tort flutti fyrir skjólstæðing lögmannsstofunnar gegn Vátryggingafélagi Íslands til viðurkenningar á bótaskyldu úr ábyrgðartryggingu rekstraraðila veitingastaðar. Málavextir voru þeir að skjólstæðingur Tort hugðist ganga inn á veitingastað þegar vindhviða feykti upp útidyrahurð staðarins með þeim afleiðingum að skjólstæðingur Tort …

Tryggingafélag verktaka bótaskylt gagnvart barni sem slasaðist á byggingarsvæði.

Þann 15. mars sl. féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli sem Ingibjörg Pálmadóttir lögmaður hjá Tort flutti fyrir skjólstæðing lögmannsstofunnar gegn tryggingarfélaginu TM til viðurkenningar á bótaskyldu úr ábyrgðartryggingu byggingarverktaka. Málavextir voru þeir að skjólstæðingur Tort slasaðist þegar hann fór inn á byggingarsvæði við grunnskóla til þess að ná í bolta sem hafði endað …

Á ég rétt á bótum vegna slyss?

Ef þú hefur orðið fyrir slysi og býrð við einhverjar afleiðingar, hvort sem þær voru tímabundnar eða varanlegar, eru umtalsverð líkindi fyrir því að þú eigir rétt á bótum. Ef þú hefur slasast vegna skráningarskylds ökutæki (umferðarslys/bílslys) eru allar líkur á því að þú eigir bótarétt. Það á við hvort sem þú varst farþegi, bílstjóri …

Einkamál höfðað á hendur fyrrum sambýlismanni til greiðslu bóta. Hvaða lærdóm má draga af málinu?

Á föstudaginn síðastliðinn gekk dómur í máli Rúnu Guðmundsdóttur gegn fyrrum sambýlismanni sínum vegna heimilisofbeldis í garð hennar aðfaranótt 13. maí 2015. Rúna lagði samdægurs fram kæru hjá lögreglu eftir að hafa hlotið aðhlynningu á bráðamóttöku LSH. Skömmu síðar kom í ljós að mistök höfðu átt sér stað við skýrslutöku af henni sem varð til …

Nýir starfsmenn hjá Tort

Við hjá TORT erum ánægð að tilkynna ykkur að í sumar gengu til liðs við okkur tveir nýir starfsmenn þær Silja Stefánsdóttir og Tinna Þorradóttir. Silja starfar sem lögfræðingur hjá okkur. Hún útskrifaðist með meistaragráðu í lögfræði frá lagadeild Háskólans í Reykjavík árið 2016. Silja starfaði áður hjá Juris lögmannsstofu frá 2016 og 2017 og …

Viðurkenndur réttur tjónþola úr ábyrgðartryggingu vinnuveitanda vegna líkamstjóns sem hann hlaut í vinnuslysi þegar hann féll niður um lúguop

Þann 18. september sl. féll dómur í Landsrétti í máli sem Stefán Geir Þórisson lögmaður einn eigenda Tort rak fyrir tjónþolann. Málavextir eru þeir að skjólstæðingur Stefáns slasaðist alvarlega í vinnuslysi þegar hann féll niður um lúguop á togdekki skips og niður á dekk þar fyrir neðan. Ágreiningur málsins laut að því hvort vinnuveitandi bæri …

Öryrki á rétt á dagpeningum úr slysatryggingu

Þann 25. ágúst sl. féll úrskurður hjá Úrskurðarnefnd vátryggingamála máli sem Helgi Birgisson lögmaður hjá TORT rak á hendur tryggingafélagi um bótarétt úr slysatryggingu. Skjólstæðingur lögmannsstofunnar hafði slasast í frítíma og var metin til 25% örorku og tímabundið 100% óvinnufær í 6 mánuði. Tryggingafélagið greiddi örorkubætur en hafnaði því að slasaða ætti rétt til dagpeninga …