TORT INNHEIMTA SLYSABÓTA

Ein af fyrstu lögmannsstofunum á Íslandi til að sérhæfa sig í innheimtu slysabóta

Lögmannsstofan er rekin af lögmönnum með langa og víðtæka reynslu af innheimtu slysabóta. Fyrirtækið hefur frá stofnun þess árið 2007 annast hagsmunagæslu fyrir fjölda fólks vegna afleiðinga slysa.

Innheimta slysabóta
  • Umferðarslys - Slysabætur

    Umferðarslys

    Bótaréttur tjónþola á hendur tryggingafélögum vegna líkamstjóns í umferðarslysum er mjög ríkur. Þá er það útbreiddur misskilningur að ökumaður bifreiðar sem er í órétti eigi ekki rétt á bótum vegna líkamstjóns sem hann verður fyrir.

  • Vinnuslys - Slysabætur

    Vinnuslys

    Samkvæmt kjarasamningum ber vinnuveitanda að slysatryggja starfsmenn sína vegna vinnuslysa. Tildrög vinnuslyss hefur ekki áhrif á rétt starfsmanns til bóta úr slysatryggingu launþega.

  • Hjólreiðaslys - slysabætur

    Hjólreiðaslys

    Það fer eftir því hvenær og hvernig slys hjólreiðamanns atvikast úr hvaða tryggingu hann geti átt rétt á bótum. Ef slysið gerist í frítíma þá á frítímaslysatrygging einstaklings við, ef á leið til/frá vinnu þá slysatrygging launþega og ef í árekstri við bifreið þá ábyrgðartryggingu ökutækis. Það sama á við vegna slyss á rafmagnshlaupahjóli.

  • Sjóslys - slysabætur

    Sjóslys

    Þeir sem verða fyrir líkamstjóni við sjómannstörf á sjó eiga víðtækari bótarétt en þeir sem slasast við störf í landi.

  • Frítímaslys - Slysabætur

    Frítímaslys

    Hér er um samningsbundna tryggingu að ræða. Máli skiptir hvort tjónþoli hefur slysatryggt sig sérstaklega vegna tjóns sem hann gæti orðið fyrir í frítíma.

  • Önnur slys - slysabætur

    Annað

    Þá önnumst við einnig hagsmuna þeirra sem lent hafa í íþróttaslysum, líkamsárás, læknamistökum/sjúklingatryggingaratburði svo dæmi séu nefnd.

FRÉTTIR

Sjóvá tókst ekki að sýna fram á stórkostlegt gáleysi tjónþola.

29. febrúar 2024

Sjóvá sem bótaábyrgð bar á slysinu skerti bótarétt tjónþola um 1/3 hluta þar sem félagið taldi hann hafa sýnt af sér stórkostlegt gáleysi umrætt sinn. Byggði félagið á því að tjónþoli hefði verið að „fíflast“ fyrir framan bifreið ökumanns samkvæmt framburði ökumanns og vinar hans sem var farþegi í bifreiðinni.

Á ég rétt á bótum vegna slyss?

15. desember 2023

Ef þú hefur orðið fyrir slysi og býrð við einhverjar afleiðingar, hvort sem þær voru tímabundnar eða varanlegar, eru umtalsverð líkindi fyrir því að þú eigir rétt á bótum.

Ef þú hefur orðið fyrir slysi ráðleggjum við þér að ráðfæra þig fyrst við okkur þar sem bótaréttur getur ráðist af því hvort tilkynnt sé um slysið innan tiltekins frests sem getur í sumum tilvikum verið eitt ár. Í öðrum tilvikum getur verið hægt að sækja bætur í nokkur ár eftir slys.

Endilega hafðu samband við okkur og við hjálpum þér að leita réttar þíns.

“Það kostar ekkert að hafa samband”