Ef slys veldur sjúkdómi

Tryggingafélag hafnaði umbjóðanda TORT um bætur úr slysatryggingu vegna alvarlegs sjúkdóms sem hann fékk í kjölfar slyss. Hélt félagið því fram að hinn slasaði ætti aðeins rétt á bótum vegna slyssins en ekki sjúkdómsins þar sem hann væri ekki afleiðing slyssins. Héraðsdómur hafnaði með öllu rökum tryggingafélagsins og dæmdi bætur þar sem slysið hefði verið orsök veikindanna.

https://domstolar.is/default.aspx?pageid=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&id=e2a2e40a-cc4a-4c36-a969-068808ad49a3