Innheimta bóta

Það er mikilvægt að fá réttar ráðleggingar um bótarétt sinn verði maður fyrir líkamstjóni.

Þegar um umferðarslys er að ræða er tjónþoli í flestum tilfellum tryggður og á rétt á bótum og skiptir þá ekki máli hvort ökumaður bifreiðar hafi verið í rétti eða órétti.

Þegar um vinnuslys er að ræða þá er vinnuveitendum skylt að tryggja starfsmenn sína vegna slysa sem þeir verða fyrir í starfi.

Þegar um frítímaslys er að ræða þá skiptir máli hvaða trygging var til staðar á slysdegi.

Miklu skiptir að sérfræðingar annist hagsmuni þess sem fyrir slysi verður enda kann ágreiningur m.a. að verða um bótaskyldu, fjárhæð bóta o.s.frv.

Kostnaður

Það kostar ekkert hafa samband

Lögmannsstofan annast í flestum tilvikum greiðslu útlagðs kostnaðar vegna öflunar læknisvottorða o.fl. Þóknun er ekki greidd fyrir vinnu okkar nema bætur séu greiddar. Engin áhætta felst því í að reyna á bótarétt sinn vegna slyss. Í flestum tilvikum er það tryggingafélag sem greiðir meirihluta þóknunar lögmannsstofunnar t.d. í umferðarslysum.

Sendu á okkur línu


    UmferðarslysVinnuslysSjóslysFrítímaslysÍþróttaslysAnnað

    This site is protected by reCAPTCHA and the Google
    Privacy Policy and
    Terms of Service apply.

    TORT EHF.

    Ármúli 13, 2. hæð
    108 Reykjavík, Ísland
    Símanúmer: +354 511-5008
    Fax: 562-2150
    Kennitala: 550307-0300

    Opnunartími:

    Mánudagur – Föstudagur
    09:00 – 16:00
    *LOKAÐ frá 12:00 – 13:00

    Símatími:

    09:00 – 16:00
    *LOKAÐ frá 12:00 – 13:00