Lögmenn

Halldór Þ. Birgisson

Halldór Þ. Birgisson

Hæstaréttarlögmaður / Eigandi

Netfang: halldor@tort.is

Nánar

Halldór er hæstaréttarlögmaður með áralanga reynslu af lögmennsku og trúnaðarstörfum í tengslum við sérsvið sín innan lögfræðinnar. Hann hefur setið í stjórnum fjölmargra félaga, verið lögmaður Félags íslenskra bókaútgefenda um árabil auk þess að vera formaður stjórnar Fjölís. Halldór hefur lagt mikla áherslu á rekstur slysamála í starfi sínu og hefur verið kennari í skaðabótarétti við lagadeild Háskólans í Reykjavík.

Helgi Birgisson

Helgi Birgisson

Hæstaréttarlögmaður / Eigandi

Netfang: helgi@tort.is

Nánar

Helgi er hæstaréttarlögmaður sem hefur allt frá því að hann lauk embættisprófi lagt stund á lögmennsku. Hann sat í stjórn Lögmannafélags Íslands árin 2000-2002. Helgi hefur mikla reynslu af rekstri slysamála og hefur annast stundakennslu í skaðabótarétti við lagadeild Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík þar sem hann hefur m.a. lagt sérstaka áherslu á kennslu og rannsóknir tengdar sérstökum reglum sem gilda um umferðarslys.

Ólafur Örn Svansson

Ólafur Örn Svansson

Hæstaréttarlögmaður / Eigandi

Netfang: olafur@tort.is

Nánar

Ólafur Örn er hæstaréttarlögmaður sem hefur frá útskrift starfað hjá Forum lögmönnum sem er systurfyrirtæki TORT auk þess að hafa gegnt ýmsum trúnaðarstörfum m.a. fyrir opinberar stofnanir, fyrirtæki og eftirlitsnefnd Félags fasteignasala. Þá hefur hann annast stundakennslu í kröfurétti við Háskólann á Bifröst og kröfurétti og skaðabótarétti við Háskólann í Reykjavík.

Stefán Geir Þórisson

Stefán Geir Þórisson

Hæstaréttarlögmaður / Eigandi

Netfang: stefan@tort.is

Nánar

Stefán Geir er hæstaréttarlögmaður með mikla reynslu af rekstri slysamála ásamt því sem hann hefur rekið fjöldamörg mál fyrir EFTA dómstólnum meðal annars vegna vanefnda íslenska ríkisins á skuldbindingum sínum vegna EES samningsins.
Stefán hefur verið stundakennari og prófdómari við lagadeild Háskóla Íslands og aðjúnkt í réttarfari við lagadeild Háskólans í Reykjavík.
Hann situr nú í stjórn Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík.

Þorsteinn Einarsson

Þorsteinn Einarsson

Hæstaréttarlögmaður / Eigandi

Netfang: thorsteinn@tort.is

Nánar

Þorsteinn er hæstaréttarlögmaður með áralanga reynslu af lögmennsku og trúnaðarstörfum í tengslum við sérsvið sín innan lögfræðinnar.

Guðbjörg Benjamínsdóttir

Guðbjörg Benjamínsdóttir

Héraðsdómslögmaður

Netfang: gudbjorg@tort.is

Nánar

Guðbjörg er héraðsdómslögmaður og hefur starfað hjá TORT og Forum lögmönnum sem er systurfyrirtæki TORT frá því að hún útskrifaðist með maj. jur. réttindi frá Lagadeild Háskóla Íslands árið 2009. Guðbjörg öðlaðist réttindi til að starfa sem héraðsdómslögmaður sama ár og hefur mikla reynslu af rekstri slysamála fyrir héraðsdómi. Guðbjörg hefur jafnframt sinnt aðstoðarkennslu í refsirétti við Lagadeild Háskóla Íslands.

Viktoría Hilmarsdóttir

Viktoría Hilmarsdóttir

Héraðsdómslögmaður

Netfang: viktoria@tort.is

Nánar

Viktoría er héraðsdómslögmaður og hefur starfað hjá TORT og Forum lögmönnum, systurfyrirtæki TORT, frá því í febrúar 2015. Hún útskrifaðist með ML gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2013 og öðlaðist réttindi til að starfa sem héraðsdómslögmaður árið 2014. Viktoría starfaði á árunum 2006 – 2008 hjá Arion verðbréfavörslu hf., dótturfyrirtæki Kaupþings, og frá 2009 – 2012 hjá Arion banka hf. Þá sinnti hún ýmsum verkefnum fyrir Fjölís á árinu 2014.

Ingibjörg Pálmadóttir

Ingibjörg Pálmadóttir

Héraðsdómslögmaður

Nánar

Ingibjörg er héraðsdómslögmaður sem hóf störf hjá TORT og Forum lögmönnum sem er systurfyrirtæki TORT samhliða laganámi. Hún útskrifaðist með meistaragráðu í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2016 og öðlaðist málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 2017. Ingibjörg hefur jafnframt sinnt aðstoðarkennslu í skaðabótarétti og vátryggingarétti við lagadeild Háskóla Íslands.

Lögfræðingar

Aðrir starfsmenn

Kristín Yngvadóttir

Kristín Yngvadóttir

Aðstoðarmaður lögmanna

Netfang: kristin@tort.is

Ásta Lilja Ásgeirsdóttir

Ásta Lilja Ásgeirsdóttir

Aðstoðarmaður lögmanna

Lena Kristín Otterstedt

Lena Kristín Otterstedt

Móttökuritari

Netfang: lena@tort.is

Smelltu hér til að hafa samband!