Líkamstjón

Með líkamstjóni er bæði átt við meiðsl á líkama og andleg eða geðræn skaðaeinkenni, svo fremi sem þau séu skaðabótaskyld. Líkamstjón tekur einnig til dauða svo og til veikinda ef orsökin er skaðabótaskyld háttsemi.

Slysabætur

Bætur fyrir líkamstjón skiptast í ólíka þætti sem fást allir bættir eftir því sem við á. Er hér bæði um að ræða bætur fyrir tímabundið tjón, s.s. tímabundið vinnutap, þjáningabætur og bætur fyrir sjúkrakostnað sem og bætur fyrir varanlegt tjón, s.s. miskabætur og bætur vegna skerðingar á starfsgetu.

Útlagður kostnaður / sjúkrakostnaður

Sá sem verður fyrir tjóni getur þurft að leggja út fyrir ýmsum kostnaði er því fylgir. Réttur tjónþola til að fá endurgreiddan sjúkrakostnað fellst einkum í því að hann á að fá greidd útgjöld vegna læknismeðferðar, þ.e. læknishjálpar, dvalar á sjúkrahúsi, endurhæfingar, lyfjakostnaðar og sjúkraflutnings.
Þá kann sá sem orðið hefur fyrir tjóni að eiga rétt á greiðslu annars kostnaðar sem af tjóni leiðir, t.d. vegna stoðtækja, leigubifreiða o.s.frv.
Mikilvægt er að halda til haga frumritum af öllum reikningum og kostnaði sem fellur til vegna líkamstjóns.

Þjáningabætur

Þegar bætur eru greiddar skv. skaðabótalögum nr. 50/1993 á tjónþoli rétt á að fá þjáningabætur fyrir tímabilið frá tjónsatburði og þar til ekki er að vænta frekari bata. Almennt er átt við tímabil þegar tjónþoli er óvinnufær. Á þessu tímabili á tjónþoli rétt á tiltekinni fjárhæð á dag eftir því hvort hann er rúmfastur eða ekki.

Dagpeningar

Slysatryggingar sem greiða ekki bætur skv. skaðabótalögum nr. 50/1993, greiða margar hverjar dagpeninga fyrir þann tíma sem tjónþoli er óvinnufær.

Tímabundið atvinnutjón

Þegar bætur eru greiddar skv. skaðabótalögum nr. 50/1993 á tjónþoli almennt rétt á bótum vegna þess tíma sem hann er frá atvinnu að því gefnu að vinnuveitandi hafi ekki greitt tjónþola full laun í forföllum frá vinnu.

Miski / Varanleg læknisfræðileg örorka

Tjónþolar kunna að verða fyrir varanlegri örorku og eiga þá rétt á að fá greiddar bætur vegna þess. Með orðunum varanleg örorka er átt við varanlega skerðingu á getu til að afla vinnutekna. Oft á tíðum getur líkamstjón haft áhrif á tekjuöflunarfærni tjónþola til framtíðar. Getur sú tekjuskerðing komið fram á margvíslegan hátt. Tekjuskerðingin getur komið fram þegar í stað með minni getu til að afla tekna eða minni getu til að vinna yfirvinnu. Jafnframt kann að vera líklegt að líkamstjónið muni hafa meiri áhrif á tekjuöflunarfærni í framtíðinni, t.d. með því að tjónþolinn þurfi að hætta störfum fyrr en ella á lífsleiðinni.

Varanleg örorka

Þegar bætur eru greiddar skv. skaðabótalögum nr. 50/1993 eiga þeir sem verða fyrir líkamstjóni rétt á að fá bætur vegna varanlegrar örorku sem þeir kunna að verða fyrir.
Með orðinu örorka er átt við varanlega skerðingu á getu til að afla vinnutekna.
Oft á tíðum getur líkamstjón haft áhrif á tekjuöflunarfærni tjónþola til framtíðar. Getur sú tekjuskerðing komið fram í mismunandi mynd. Tekjuskerðingin getur komið fram þegar í stað með minni getu til að vinna og afla tekna eða minni getu til að vinna yfirvinnu. Jafnframt kann að vera líklegt að líkamstjónið muni hafa meiri áhrif í framtíðinni á tekjuöflunarfærni t.d. með því að tjónþolinn þurfi að minnka við sig vinnu fyrr á lífsleiðinni en ef ekki hefði komið til líkamstjónsins.

Fyrning og frestir

Við ráðleggjum fólki að ráðfæra sig hið fyrsta við lögmann í kjölfar slyss. Bætur er hins vegar hægt að sækja í nokkur ár eftir slys. Almenna reglan er þó sú að bótaréttur vegna umferðarslysa fyrnist á fjórum árum og að ekki er hægt að sækja bætur ef 10 ár eru liðin frá slysi.

Sendu á okkur línu


  UmferðarslysVinnuslysSjóslysFrítímaslysÍþróttaslysAnnað

  This site is protected by reCAPTCHA and the Google
  Privacy Policy and
  Terms of Service apply.

  TORT EHF.

  Ármúli 13, 2. hæð
  108 Reykjavík, Ísland
  Símanúmer: +354 511-5008
  Fax: 562-2150
  Kennitala: 550307-0300

  Opnunartími:

  Mánudagur – Föstudagur
  09:00 – 16:00
  *LOKAÐ frá 12:00 – 13:00

  Símatími:

  09:00 – 16:00
  *LOKAÐ frá 12:00 – 13:00